Sumarfrí á enda
Jæja, þá er sumarfríið að verða búið og erum við búin að hafa það rosalega gott saman. Toppurinn var auðvitað ferðin okkar til NY sem heppnaðist frábærlega. Vorum þar hjá vinum okkar og gerðum margt skemmtilegt. Fórum mikið í Central Park; í dýragarð, tívolí, út að borða og nokkrum sinnum á risastóran leikvöll. Inga var auðvitað í essinu sínu og Kristinn var rosalega góður, þoldi hitann vel og var til skiptis í kerru og magapoka. Svo var auðvitað kíkt eitthvað í búðir og borðað góðan mat:). Frábær ferð í alla staði! Keyptum nýja myndavél þannig að það koma inn nýjar myndir loksins:).
Annars er Inga Bríet að byrja á nýja leikskólanum á miðvikudaginn og við erum byrjuð að undirbúa það með því að segja henni frá honum og ætlum með hana á leikvöllin þar í dag og næstu daga til að undirbúa hana. Ég er búin að segja henni að það verði nýjar konur að passa hana og fullt af nýjum krökkum að kynnast. En þá setur hún upp smá svip og sagði t.d. : "kannski kemur Þóra?" og þegar ég sagði að hún gerði það ekki þá hélt hún áfram "en Pippa..." og svo koll af kolli. Taldi upp allar konurnar á Stakkaborg:). Þetta á vonandi eftir að ganga vel, held að Inga sé allavega farin að hlakka til að geta hlaupið um í krakkahóp aftur eftir sumarfríið:).
Annars er Inga Bríet að byrja á nýja leikskólanum á miðvikudaginn og við erum byrjuð að undirbúa það með því að segja henni frá honum og ætlum með hana á leikvöllin þar í dag og næstu daga til að undirbúa hana. Ég er búin að segja henni að það verði nýjar konur að passa hana og fullt af nýjum krökkum að kynnast. En þá setur hún upp smá svip og sagði t.d. : "kannski kemur Þóra?" og þegar ég sagði að hún gerði það ekki þá hélt hún áfram "en Pippa..." og svo koll af kolli. Taldi upp allar konurnar á Stakkaborg:). Þetta á vonandi eftir að ganga vel, held að Inga sé allavega farin að hlakka til að geta hlaupið um í krakkahóp aftur eftir sumarfríið:).
2 Comments:
At 1:04 AM , Anonymous said...
Hæ gaman að vita að það var gaman í fríinu. það tekur að byrja í nýjum leikskóla, ég mann enn eftir þegar Hjördís fór í nýja leikskóla þegar við fluttum til kef. En hún Inga munn spjara sig svo dugleg stelpa:)
Kv Svanhildur og co
At 3:07 AM , Anonymous said...
Hæ gaman að eiga gott frí :) Inga tekur þetta í nefið eins og allt annað. Það verður ekki málið fyrir hana að byrja í nýjum skóla....Verðum að fara að hittast
Kveðja
Tinna og co
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home