Priceless moment!
Inga rétti mér gasblöðruna sína frá 17. júní áðan og sagði við mig að ég ætti afmæli og að það væri veisla í herberginu hans Kristins. Ég fór með henni þangað inn og fékk mér sæti. Þá sagðist hún ætla að syngja fyrir mig og sagði mér að bíða augnablik (mikið notaður frasi þessa dagana) hún þyrfti að ná í svolítið í sitt herbergi. Svo heyrði ég hana byrja að syngja afmælissöngin og heyrði hana koma nær. Birtist hún ekki með míkrófóninn af hljómborðinu sínu! Hún kláraði lagið og skv. henni þá var ég 3 ára í dag!
Inga og pabbi hennar bjuggu til pizzu fyrir okkur í matinn. Ingu finnst rosalega gaman að hjálpa til í eldhúsinu og er líka dugleg að smakka á öllum hráefnum á meðan:).
Inga Bríet vildi ekki fara að sofa í sínu rúmi í kvöld, sagði mér að hún væri leið í sínu rúmi og hrædd og vildi fá að sofa í mínu rúmi. Mamman gaf eftir í þetta skiptið. Við lögðumst svo saman og Inga sagði mér að við værum góðar vinkonur:).
Inga og pabbi hennar bjuggu til pizzu fyrir okkur í matinn. Ingu finnst rosalega gaman að hjálpa til í eldhúsinu og er líka dugleg að smakka á öllum hráefnum á meðan:).
Inga Bríet vildi ekki fara að sofa í sínu rúmi í kvöld, sagði mér að hún væri leið í sínu rúmi og hrædd og vildi fá að sofa í mínu rúmi. Mamman gaf eftir í þetta skiptið. Við lögðumst svo saman og Inga sagði mér að við værum góðar vinkonur:).
2 Comments:
At 2:40 PM , Anonymous said...
Litla dúllan! Hún er náttúrulega einstök hún Inga okkar :)
kv. sjöfn
At 3:24 PM , Anonymous said...
hahaha... bara fyndið hvað afmælissöngurinn er alltaf vinsæll ;)
Kv, Kristín
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home