Tveir montrassar

Sunday, June 01, 2008

Lítil frænka fædd!

Þórir og Þórunn eignuðust litla yndislega stelpu í nótt og ég er búin að setja link á hana hérna á síðuna undir "litla frænka".

Sú stutta var 16 merkur og 52,5 cm við fæðingu og er svakalega sæt! Hún er hagsýn og tillitssöm frá fæðingu, þar sem hún lét móður sýna ganga með sig 12 daga framyfir svo að þau myndu njóta þess að fá borgað skv. nýju fæðingarorlofslögunum:).

Til lukku elsku bróðir og fjölskylda:)!

3 Comments:

  • At 3:13 PM , Anonymous Anonymous said...

    Innilega til hamingju með litlu frænku, hún er algjört bjútí ;O)

    Kv, Kristín

     
  • At 11:22 PM , Blogger Ásta said...

    Til hamingju með frænkuna, hún er rosalega sæt!

     
  • At 4:01 PM , Anonymous Anonymous said...

    Til hamingju með frænku
    Kv Svanhildur og co

     

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home