Nokkrir gullmolar Ingu
Afi hennar Ingu var að keyra hana um í kerrunni og þau gengu fram á mannhæðarháan plastís fyrir framan ísbúð. Þá sagði Inga við afa sinn:"Afi, þetta er alltof stór ís!".
Ég sagði við Ingu að ég þyrfti að gefa Kristni að drekka. Þá sagðist Inga geta gert það. Ég sagði við hana að hún væri ekki með mjólk í brjóstunum. Þá sagði Inga:"Víst, ég fékk mjólk í brjóstin í gær". Daginn áður hafði hún vippað upp bolnum sínum og skellt dúkkunni sinni á.
Inga benti á skó afa síns og spurði hvað þetta væri. Afi hennar sagði henni að þetta væru inniskór. Þá sagði Inga: "Varstu á leikskólanum??" (Inga notar bara inniskó á leikskólanum:)).
Inga fékk sér sopa af vatni og sagði:" Þetta er ekki sódavatn, þetta er venjulegt vatn".
Ég spurði Ingu hvort hún væri krúttið hennar mömmu. Hún svaraði því neitandi og sagðist vera krúttið hennar Silju!:)
Set inn myndir fljótlega, m.a. úr dýragarðinum í Köben. Þar var sko mikið fjör:)
Ég sagði við Ingu að ég þyrfti að gefa Kristni að drekka. Þá sagðist Inga geta gert það. Ég sagði við hana að hún væri ekki með mjólk í brjóstunum. Þá sagði Inga:"Víst, ég fékk mjólk í brjóstin í gær". Daginn áður hafði hún vippað upp bolnum sínum og skellt dúkkunni sinni á.
Inga benti á skó afa síns og spurði hvað þetta væri. Afi hennar sagði henni að þetta væru inniskór. Þá sagði Inga: "Varstu á leikskólanum??" (Inga notar bara inniskó á leikskólanum:)).
Inga fékk sér sopa af vatni og sagði:" Þetta er ekki sódavatn, þetta er venjulegt vatn".
Ég spurði Ingu hvort hún væri krúttið hennar mömmu. Hún svaraði því neitandi og sagðist vera krúttið hennar Silju!:)
Set inn myndir fljótlega, m.a. úr dýragarðinum í Köben. Þar var sko mikið fjör:)
3 Comments:
At 4:02 PM ,
Anonymous said...
Snilld! :D
-Maja-
At 4:50 PM ,
Anonymous said...
Hehehe... Þær eru náttúrulega mestu krúttin ;O)
Kv, Kristín
At 6:06 AM ,
Ásta said...
Ótrúlegt hvað þau láta út úr sér þessi kríli!:)
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home