Gleðilegt sumar!
Við mæðgur fórum og sáum Skoppu og Skrítlu í dag ásamt Silju Maríu, Kristínu og Kjartani. Ég hefði átt að vera búin að sýna Ingu Skoppu og Skrítlu myndband fyrir sýninguna því Inga var dálítið smeyk á sýningunni, setti upp skeifu og sagði við mig nokkrum sinnum að hún vildi fara heim. En inn á milli gleymdi hún sér, klappaði og söng með:). Hún var svo voða cool eftir sýninguna og sagði í bílnum að Skoppa og Skrítla ætluðu að koma að heimsækja hana:). Og þegar ég spurði hana hvort hún hefði verið hrædd þá neitaði hún því og hló!
Kristinn er algjört draumabarn. Drekkur, sefur og er rólegur þess á milli. Hann er strax orðinn spenntur fyrir systur sinni, fylgist vel með henni og brosir út að eyrum:).
Eitt sem verður að fá að fylgja með að lokum. Inga kallar poodle hunda trúða! hehehehehe
Kristinn er algjört draumabarn. Drekkur, sefur og er rólegur þess á milli. Hann er strax orðinn spenntur fyrir systur sinni, fylgist vel með henni og brosir út að eyrum:).
Eitt sem verður að fá að fylgja með að lokum. Inga kallar poodle hunda trúða! hehehehehe
3 Comments:
At 7:38 AM , Anonymous said...
Gleðilegt sumar seint kemur það hehe. Harpa og Kristrún geta horft á skoppu og Skítlu endalaust hehe. Inga er orðinn svo dugleg og skír
Bæ Kv Svanhildur,Hjördís Ágústa, Harpa Rut og Kristrún Brá
At 12:46 PM , Anonymous said...
Sæl kæra fjölskylda!
Duttum inn á síðuna ykkar, þið eruð orðin ekkert smá rík! Algjörir gullmolar sem þið eigið;)
Sjáumst kannski e-ð á næstunni.
Kv. Erla og Geir
At 3:44 PM , herborg said...
takk takk:)
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home