Tveir montrassar

Monday, April 07, 2008

Fyndið samtal

Ég spurði Ingu í bílnum á leiðinni heim áðan hvað hún fékk að borða í leikskólanum. Hún sagðist hafa fengið mjólk og bætti svo við að hún hefði verið að sulla mjólkinni. Svo sagði hún að Þóra hefði tekið af henni tekið af henni mjólkina (alltaf gert ef þau eru að leika sér með matinn). Svo sagði hún upp úr þurru: "Það er ekki í boði!". hehe...Hún er alltaf að koma með svona setningar þessa dagana, t.d. þegar við sitjum öll við eldhúsborðið þá segir Inga iðulega:"Hendur undir borð" og þegar við erum öll komin með hendurnar undir borð þá segir hún:"Gjörið þið svo vel".

Þegar við vorum svo að renna niður brekkuna þá kallaði Inga: "Veiiiiiiii, Brautarland! Give me five! Búmm....Give me five!Búmm.....Give me five! Búmm....." - og hló:)

1 Comments:

  • At 3:24 PM , Anonymous Anonymous said...

    Þið eruð nú meiri krúttin.
    Kv Hulda KAren og Salka

     

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home