Hugulsama Inga
Við Inga löbbuðum út á leikvöll í dag. Inga vildi fyrst róla og svo fara í "mok-kassann"(hún kallar sandkassa semsagt mok-kassa). Inga sagðist ætla að búa til fína köku handa mér. Hún mokaði ákveðið í fötuna og leit svo upp og horfði í augun á mér og sagði:"Ertu þreytt mamma?". Ég svaraði neitandi. Þá sagði hún: "Er þér illt í maganum mamma?". Ég svaraði því líka neitandi. Þá spurði hún svona til öryggis: "Er allt í lagi mamma?". Ég jánkaði því og þá kom hún og gaf mér góðan faðm. Hún er nú meira krúttið! Þegar við vorum búnar að búa til nokkrar sandkökur og skreyta þær með steinum þá vildi Inga aðeins Vega salt og svo gengum við heim á leið. Þegar heim var komið lékum við okkur aðeins í garðinum, þar svaf litli bróðir í vagninum og pabbinn var að taka til hendinni:).
0 Comments:
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home