Tveir montrassar

Monday, March 31, 2008

Inga á launaskrá?

Langt síðan ég hef sett inn gullmola frá Ingu Bríeti. Hún er alltaf jafn sniðug!

Ég var að ná í hana í leikskólann um daginn og við vorum að keyra heim. Sólin fór eitthvað í augun á Ingu og hún kallaði ákveðið: "Hættu sól!!!!"

Ég var að lesa fyrir hana fyrir svefninn í gær. Þegar við vorum búnar með hálfa bók þá lokaði Inga bókinni og sagði:"Mamma, þetta ekki skemmtilegt, Inga ná í aðra bók".

Þegar ég næ í Ingu í leikskólann þá fæ ég iðulega að heyra sögur af henni frá kennurunum:). Í dag háttaði hún minnstu stelpuna á deildinni fyrir svefninn! - sú sama og hún mataði um daginn. Leikskólakennarinn sagði hún þyrfti að fara að setja Ingu á launaskrá!

3 Comments:

  • At 6:11 AM , Anonymous Anonymous said...

    hehehe! þvílíkur snillingur :-P

    knús,
    dögg

     
  • At 8:56 AM , Anonymous Anonymous said...

    bwaaahahaha! Ég sé hana alveg í anda! Um að gera að taka málin bara í sínar hendur :-)
    kv. Dröfn

     
  • At 10:11 AM , Blogger Ásta said...

    Litli snillingurinn! Ég hlakka til að geta hlegið að svona gullkornum:)

     

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home