Tveir montrassar

Sunday, May 18, 2008

Gullmolar vikunnar

Inga blandar saman "að taka til" og "að brjóta saman" og segir: "að brjóta til".

Ég spurði Ingu einn morguninn hvort við ættum kannski að fá okkur morgunmat. Þá sagðist hún frekar vilja kvöldmat.

Inga vildi endilega að pabbi hennar myndi klæða Kristin í gamlar buxur af henni. Pabbi hennar sagði svo við hana að hann væri eins og hippi. Þá sagði Inga: "Nei, hann er með typpi". Það var erfitt annað en að hlæja!

Inga á kaffistell sem hún gefur okkur "þykjustunni" kaffi úr. Í gær bauð hún tómatssósu út í kaffið......

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home