Tveir montrassar

Saturday, July 12, 2008

Bless Stakkaborg....

Í gær var seinasti dagurinn hennar Ingu Bríetar á Stakkaborg en hún byrjar svo á nýjum leikskóla í ágúst. Inga fór með ís handa litlu vinum sínum og gaf svo Undralands-konunum góðgæti í körfu-osta, kex, sultu og súkkulaði:). Við erum búin að vera rosalega ánægð með leikskólann, frábært starfsfólk og góður andi, og það var því ansi erfið ákvörðun að flytja hana um set. En okkur þótti þó réttast að láta hana skipta strax svo að hún kynnist krökkunum í hverfinu sem hún á eftir að vera með í skóla í framtíðinni. Vonandi verðum við bara jafn ánægð þar!
Inga fékk fallega og skemmtilega bók í kveðjugjöf með myndum af henni og vinum hennar í leikskólanum og með myndum eftir hana í. Við tókum líka fullan poka af listaverkum eftir Ingu með okkur heim og fara nokkrar beint upp á vegg í herberginu hennar Ingu:).
Inga knúsaði og kyssti allar konurnar bless í gær, rosa sætt. Mamman þurfti nú bara að bíta á jaxlinn til að fara ekki að skæla bara!hehe...

Þegar við komum svo út í bíl þá sagði Inga að hún væri komin í sumarfrí og spurði hvert við værum að fara. Ég sagði að við værum nú bara að fara heim. Þá sagði Inga :"Nei, við erum að fara til Thomasar Ara."
Algjör snilld, þar sem að hún veit að við ætlum í stóru flugvélinni til þeirra í fríinu, hún hélt að sjálfsögðu að við myndum bara leggja í hann "med det samme!"

Við fórum svo á fótboltaleik í gær og voru Inga og Kristinn að fíla sig vel. Kristinn var bara brosandi í gegnum öll lætin:).
Inga sagði svo í morgun að hún ætlaði að segja Þóru (deildarstjóranum sínum) að hún hefði farið á fótboltaleik og að hún hefði verið dugleg í baði:). Hún veit að hún á að fara á nýjan leikskóla, en ætli hún haldi ekki bara að það séu allir af Stakkaborg að fara með henni:) hehe.... Hún er náttúrulega svo lítil greyið, en hún skynjar samt að það er einhver breyting í gangi.

Við erum semsagt öll í fríi núna og næsta mánuðinn. Vonandi dvelur rigningin bara bara stutt við!:)

2 Comments:

  • At 6:27 AM , Blogger Unknown said...

    Við söknum Ingu líka alveg helling hérna á Undralandi. Við vorum með söngstund í morgun og ég var eitthvað að reyna að spjalla við krakkana en fékk engin svör - ef Inga hefði verið hefði ekki staðið á svörunum :) Hún hefur alltaf nóg að segja :)

    Við þökkum kærlega fyrir okkur og við fylgjumst allar með litla snillingnum okkar hérna á síðunni :)

    Kveðjur frá Undralandi,
    Þóra.

     
  • At 5:06 PM , Blogger herborg said...

    :) :) :) Takk fyrir kveðjuna!

    Það er rétt, Inga á svar við ÖLLU:)

     

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home