Þetta er bara fyrir fullorðna fólkið.....
....segjum við oft við Ingu Bríeti, ef hún er að biðja um eitthvað sem við viljum ekki að hún sé að borða. Hún nær þessari setningu ekki alveg en segir þess í stað:
"Þetta er bara fyrir fulla fólkið"
- við ýmis tilefni, sem getur oft verið mjög spaugilegt!
Hún pikkar upp heilu setningarnar og frasana. Hún sagði til dæmis við mig um daginn þegar ég var búin að gera mig fína fyrir afmæli:
"Voðalega ertu fín elskan mín". og bætti svo reyndar við: "Áttu afmæli mamma??"
Pabbi hennar spurði hana hvað þau ættu að gefa mér í afmælisgjöf og Inga sagði án umhugsunar að þau ættu að gefa mér bíl og bætti svo við "og latabæjar tónlist" - heheh
Það er alltaf gaman að vera í kringum Ingu Bríeti, algjör gleðigjafi!!:)
"Þetta er bara fyrir fulla fólkið"
- við ýmis tilefni, sem getur oft verið mjög spaugilegt!
Hún pikkar upp heilu setningarnar og frasana. Hún sagði til dæmis við mig um daginn þegar ég var búin að gera mig fína fyrir afmæli:
"Voðalega ertu fín elskan mín". og bætti svo reyndar við: "Áttu afmæli mamma??"
Pabbi hennar spurði hana hvað þau ættu að gefa mér í afmælisgjöf og Inga sagði án umhugsunar að þau ættu að gefa mér bíl og bætti svo við "og latabæjar tónlist" - heheh
Það er alltaf gaman að vera í kringum Ingu Bríeti, algjör gleðigjafi!!:)
2 Comments:
At 1:11 PM , Unknown said...
Hæhæ :)
Var á einhverju flakki um alvefinn og rambaði á síðuna ykkar :) Ég get svo sannarlega tekið undir það að það er aldrei lognmolla í kringum hana Ingu Bríeti okkar, hún er yndisleg stelpa. Eins og við höfum svo oft sagt: hún er svo skemmtileg og það er alltaf svo gaman að tala við hana :)
Langaði bara að kasta kveðju,
Þóra Jenny, deildarstjóri á Undralandi :)
At 1:40 PM , herborg said...
Takk fyrir fallega og skemmtilega kveðju:)
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home