Kristinn Tjörvi 5 mánaða
Ég fór með Kristin í 5 mánaða skoðun í dag og það gekk vel. Hann þótti stinnur og sterkur strákur og dafnar vel. Hann er orðinn 8390 g og 67 cm. Hann fékk sprautu og sýndi ekki einu sinni svipbrigði þegar hann var sprautaður.
Kristinn er alltaf kátur, síbrosandi og sæll. Hann er farinn að velta sér í allar áttir og staldrar oftast stutt við á leikteppinu, er á augabragði kominn lengst út á gólf! Verður örugglega eins og Inga, sem velti sér á milli herbergja til að missa ekki af neinu! hehehe
Við byrjuðum að gefa Kristni graut fyrir nokkrum dögum og er ekki hægt að segja annað en að hann taki því vel, borðar með bestu lyst og hefur ekki orðið meint af því.
Inga Bríet er alltaf jafn hress og er í algjöru uppáhaldi hjá Kristni. Þegar hún kemur þá iðar hann alveg og spennir sig - langar mest í heimi að hlaupa á eftir henni.
Inga var voða mikið að suða um sleikjó áðan og ég sagði við hana að ætti að hætta að suða. Þá sagði Inga :"Ég er ekki að suða, ég er að tala."
Annars náðum við að týna myndavélinni okkar um daginn, þannig að það er einhver bið í glænýjar myndir:(.
Kristinn er alltaf kátur, síbrosandi og sæll. Hann er farinn að velta sér í allar áttir og staldrar oftast stutt við á leikteppinu, er á augabragði kominn lengst út á gólf! Verður örugglega eins og Inga, sem velti sér á milli herbergja til að missa ekki af neinu! hehehe
Við byrjuðum að gefa Kristni graut fyrir nokkrum dögum og er ekki hægt að segja annað en að hann taki því vel, borðar með bestu lyst og hefur ekki orðið meint af því.
Inga Bríet er alltaf jafn hress og er í algjöru uppáhaldi hjá Kristni. Þegar hún kemur þá iðar hann alveg og spennir sig - langar mest í heimi að hlaupa á eftir henni.
Inga var voða mikið að suða um sleikjó áðan og ég sagði við hana að ætti að hætta að suða. Þá sagði Inga :"Ég er ekki að suða, ég er að tala."
Annars náðum við að týna myndavélinni okkar um daginn, þannig að það er einhver bið í glænýjar myndir:(.
0 Comments:
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home