Tveir montrassar

Monday, November 05, 2007

Sniðuga Inga

Inga Bríet vildi rúsínur þegar hún kom heim af leikskólanum í dag. Ég gaf henni nokkrar en bauð henni svo Cherioos þegar hún bað um fleiri.

Ég: Viltu cherioos?
Inga: Já, með AB mjólk

Hún veit hvað hún vill.

Inga Bríet er alltaf að tala um stimpilinn sem hún fékk fyrir nokkrum vikum síðan á leikskólanum. Bendir enn á hendina á sér og segir: Stimpill, pissa í klósettið. Þegar við fjölskyldan vorum á heimleið á föstudaginn þá byrjaði Inga að rembast aftur í. Samtímis segir hún: Inga kúka, fá stimpil!

Hún er aðeins að misskilja stimplakerfið:)

1 Comments:

  • At 2:46 AM , Anonymous Anonymous said...

    Stimplasagan er snilld :)
    Kv Hulda Karen og Salka

     

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home