Tveir montrassar

Wednesday, October 10, 2007

Nokkrir gullmolar

Við Inga Bríet sátum inni í eldhúsi síðastliðin laugardagsmorgun að borða morgunmat. Ingu fannst mamma hennar ekki alveg nógu hress og sagði: "Mamma, brosa" og brosti svo sjálf út að eyrum.....

Inga Bríet labbaði inn í stofu í gær með blautþurrku í annarri hendinni og Dóru dúkkuna sína í hinni hendinni. Inga lagði hana á sófaarminn og reyndi að toga niður um hana buxurnar. Svo sagði hún: "Taka kúkinn".

Inga Bríet fann rúsínu á gólfinu, en ég hef reynt að segja henni að hún eigi ekki að borða mat upp af gólfinu, segi henni að maturinn sé gamall og það eigi að henda honum í ruslið. Inga hinsvegar sagði við þetta tækifæri: "Inga borða gamla rúsínu" og stakk henni upp í sig!


Annars er Inga Bríet búin að vera lasin síðan á sunnudaginn en er vonandi að braggast. Slæmt að detta svona út úr leikskólarútínunni þegar hún er svona nýbyrjuð. Sjáum til hvort hún verði ekki bara fegin þegar hún kemst á leikskólann aftur. Hún talar allavega mikið um að hana langi að fara út að moka:)

4 Comments:

  • At 2:42 PM , Blogger Maja said...

    Snilld :D Inga er svo klár :)

     
  • At 3:11 PM , Anonymous Anonymous said...

    Inga Bríet er alveg brilljant! Þú verður greinilega að fara að brosa út að eyrum yfir morgunmatnum :o)

    Vonandi batnar henni bara sem fyrst. Thomas Ari er líka orðinn veikur, með hita og gubbupest en hann er samt ótrúlega hress þrátt fyrir veikindin :o)

    kv. Dröfn

     
  • At 4:07 PM , Anonymous Anonymous said...

    Rassgat ;)

     
  • At 6:55 AM , Blogger Ásta said...

    Dugleg! Ótrúlega klár ad tala:) Hlakka til ad sjá ykkur í næstu viku vonandi;)

     

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home