Tveir montrassar

Friday, October 05, 2007

Inga Bríet leikskólastelpa

Allt gott að frétta af Ingu litlu. Hún aðlagast vel á leikskólanum og er búin að auka orðaforðann enn frekar. Hún sagði við mig í gær: "Mamma, koma í salinn". Það finnst henni greinilega mikið fjör, þar fá þau að hlaupa og losa orku! Verst að mamman gat ekki uppfyllt þessa ósk hennar, enda ekki með lykil að leikskólanum. Hún segir líka: "Pissa í klósettið", "Henda í ruslið" og svo setur hún fingurinn fyrir munninn og segir "ussss":) Hún sönglar líka og kann fleiri laglínur en áður en hún byrjaði á leikskólanum. Vinsælt orð hjá henni núna er "ekki". Það er greinilega smá barátta á leikskólanum!

Hún er alltaf svakalega ánægð þegar ég kem og næ í hana og segir alltaf: "Mamma, koma í bílinn" og segir svo "bæbæ" við krakkana. Þegar ég var búin að setja hana í bílstólinn í dag og sest inn í bíl þá leit ég aftur í og þar sat litla daman skælbrosandi og sagði: "Mamma komin". Krútt!

Á morgun er það svo Litli íþróttaskólinn og á sunnudaginn 2 stk. 4 ára afmæli. Inga kann afmælissönginn þannig að það verður gaman að sjá hana taka undir!

1 Comments:

  • At 3:30 AM , Anonymous Anonymous said...

    Hæ, gaman að lesa um Ingu á leikskólanum. Gott að heyra að henni finnist gaman þar. Þið misstuð annars af miklu stuði í sunnudagaskólanum í gær. :)

     

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home