Allt að gerast hjá Ingu Bríeti
Inga Bríet byrjaði í aðlögun á leikskólanum seinasta mánudag og allt gengur vel. Henni finnst rosalega gaman að leika við alla krakkana og þá sérstaklega úti. Róla, moka og renna er alveg í uppáhaldi!
Í gær byrjaði Inga líka í Litla Íþróttaskólanum og það var mikið fjör. Þar var sungið og dansað og farið í þrautabraut. Inga var ekki alveg að skilja það að hún ætti að fara af einni stöð á aðra og vildi bara vera á trampólíninu að hoppa:)
Í morgun fórum við mæðgur svo í sunnudagaskólann í Laugarneskirkju með Bergi og Ásrúnu. Þar var rosalega mikið af fólki og greinilega vinsælt hjá börnunum í því hverfi. Aldrei að vita nema við mæðgur skellum okkur aftur.....
Semsagt, allt að gerast hjá litla stuðboltanum.
Í gær byrjaði Inga líka í Litla Íþróttaskólanum og það var mikið fjör. Þar var sungið og dansað og farið í þrautabraut. Inga var ekki alveg að skilja það að hún ætti að fara af einni stöð á aðra og vildi bara vera á trampólíninu að hoppa:)
Í morgun fórum við mæðgur svo í sunnudagaskólann í Laugarneskirkju með Bergi og Ásrúnu. Þar var rosalega mikið af fólki og greinilega vinsælt hjá börnunum í því hverfi. Aldrei að vita nema við mæðgur skellum okkur aftur.....
Semsagt, allt að gerast hjá litla stuðboltanum.
4 Comments:
At 1:24 PM , Maja said...
Inga aktíf í félagslífinu :)
At 1:37 AM , Anonymous said...
Já alltaf nóg að gera hjá litlu snúllunni :). Við vorum einmitt að fá bréf heim um að mæta í sunnudagaskóla, kannski maður kíki með Silju. Var Inga ekki að fíla sig vel þar?? hehehe...
At 2:17 PM , herborg said...
jú, syngja og dansa.....svaka stuð!
At 11:32 AM , Anonymous said...
Flott hjá þér frænka, þú stendur þig vel. Það er líka gaman á Jöklaborg. Sjáumst hjá ömmu og afa.
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home