Tveir montrassar

Monday, October 22, 2007

Inga Inga Inga

Inga Bríet var heldur montin á föstudag. Hún kom heim af leikskólanum með stimpil á höndinni en það þýðir að hún pissaði í klósettið:) Hún var alveg með það á hreinu, og er búin að tala mikið um þennan stimpil, bendir enn á höndina þó hann sé farinn af. Um helgina er hún búin að biðja um að fá að pissa í klósettið reglulega, en það hefur nú aldrei komið neitt. En þetta finnst henni greinilega svaka sport.

Þegar við vorum að borða á laugardagskvöldið var Inga Bríet með kubba við borðið. Hún lamdi þeim í borðið svo úr varð mikill hávaði. Þegar hún var búin að gera það í þónokkra stund hætti hún, lagði kubbana frá sér og setti vísifingurinn fyrir munninn og sagði "usssss". Við gátum ekki annað en hlegið!:)

Inga Bríet er jafn heimakær og mamma hennar var þegar hún var lítil (og er enn:)). Inga Bríet segir þegar henni finnst hún vera búin að vera nógu lengi t.d. í heimsókn "Fara heim, koma í jakkann" :). Mamma hennar afgreiddi málið þannig, að þegar henni fannst hún búin að vera nógu lengi í heimsókn einhversstaðar, þá náði hún bara í skóna fyrir alla fjölskylduna!

Inga Bríet er alltaf syngjandi og það er alveg ótrúlegt hvað hún kann mikið af textum. Þegar við mæðgur komum heim í dag þá sagði hún: "Syngja Gamli Nói", og svo kunni hún bara textann nokkurn veginn. Önnur lög sem hún kann nokkuð vel eru: Allir krakkar, Allur matur á að fara...., Bangsi lúrir, Upp upp upp á fjall, Gulur-rauður-.....,og eflaust einhver fleiri.

Jæja, nóg af Ingu Bríeti í bili:) Læt inn mynd fljótlega.......

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home