Tveir montrassar

Sunday, April 15, 2007

Inga lasin :(

Inga er búin að vera lasin alla helgina. Ég mældi hana í hádeginu á föstudaginn og þá var hún með tæplega 39°C og er hæst búin að vera með 39.9°C. Hún er búin að sofa illa greyið, vill bara kúra í mömmu og pabba rúmi, en er annars frekar hress bara. Leiðinlegast er að hún missti af skírninni hjá Ingveldi Birnu í gær. Við foreldrarnir fórum í skírnina sem var fjölmenn og mjög vel heppnuð, en Sjöfn var svo góð að koma og vera hjá Ingu á meðan. Það var svo planið að ná í skottið á annarri skírnarveislu seinna um daginn, eða hjá Arnari og Dröfn, en það tókst nú ekki þar sem daman er lasin. Ég kann nú varla við að setja nafnið á syni þeirra hérna, leyfa þeim að sjá um það! En nafnið hans er rosalega fallegt:)

Núna verða allir forvitnir.....


3 Comments:

  • At 1:33 AM , Anonymous Anonymous said...

    Æ litla skonsið. Það er ekki gaman að vera lasin :(. Vonandi batnar henni sem fyrst svo að þær Silja María geti nú farið í sund saman hehe....(sem er búið að vera á planinu í 2 mánuði:o))

     
  • At 3:55 AM , Blogger herborg said...

    Kominn tími til. Þarf að rifja vel upp öll trixin!:)

     
  • At 3:55 AM , Blogger herborg said...

    Kominn tími til. Þarf að rifja vel upp öll trixin!:)

     

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home