Tveir montrassar

Monday, April 02, 2007

Félagsveran Inga!

Inga Bríet skemmti sér stórvel um helgina, fór í 2 afmæli og skírn og þar var allsstaðar nóg af börnum. Inga var alveg í essinu sínu, engin feimni hjá minni!!

Uppáhaldið hjá Ingu þessa dagana eru rúsínur. Hún veit hvar dollan á heimilinu er geymd, og svo eru líka ömmur hennar og afar alveg til í að gefa henni nokkrar þegar hún er í heimsókn hjá þeim. Núna vill hún borða allt sjálf, maður fær stundum að gefa henni nokkrar skeiðar af einhverju og svo búið. Eitt trix sem er að svínvirka, það er að gefa henni jógúrt með röri, það finnst henni svaka sport!

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home