Tveir montrassar

Tuesday, March 20, 2007

Blóðnasir og hlaupandi Inga!

Inga Bríet vaknaði í morgun og settist upp í rúminu sínu. Pabbi hennar var vaknaður og sá hana sitja með bakið í okkur. Hún snéri sér fljótlega við og kom þá í ljós að daman var blóðug í framan og á höndunum:( Hún fékk semsagt sínar fyrstu blóðnasir í morgun.

Annað sem gerðist í fyrsta skipti í dag. Ég sagði frá því fyrir stuttu að Inga Bríet væri orðin mjög örugg í að labba. Hún er orðin það örugg að hún ákvað að gefa aðeins í áðan og hálfpartinn hljóp. Það fannst henni ekkert smá gaman!

Semsagt, stanslaust stuð í Flókagötu!:)

4 Comments:

  • At 10:26 AM , Blogger Unknown said...

    úff það er ég viss um að ykkur hefur brugðið við blóðnasirnar! En gaman að heyra að hún sé farin að hlaupa, ég hlakka til að hitta hana vonandi á harðaspretti yfir páskana :)

     
  • At 12:51 AM , Anonymous Anonymous said...

    Æ, greyið litla daman. Þetta hefur örugglega verið nett sjokk fyrir ykkur, og hana líka kannski. Gott að þetta var ekkert alvarlegra.

    Ofsasætur afmæliskjóllinn :-) Skemmti hún sér ekki vel í afmælinu? ;-)

    Knús,
    Dögg

     
  • At 3:06 AM , Blogger Ásta said...

    Til hvers að labba ef maður getur hlaupið?:)
    Leiðinlegt með blóðnasirnar! Það hefur ekki verið skemmtilegt!:(

     
  • At 8:52 AM , Blogger herborg said...

    hún skemmti sér stórvel:) enda mikil félagsvera og partýljón!

     

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home