Tveir montrassar

Friday, February 09, 2007

Alveg að verða eins árs

Já, eftir 10 daga verður daman eins árs! Af Ingu er allt gott að frétta. Seinasta þriðjudag kláraði Inga sundnámskeið nr. 4 með stæl:) Núna er það bara í okkar höndum að halda kunnáttunni við og vera dugleg að fara með hana í sund. Treystum á að Kristín, Kjartan og Silja María verði dugleg að draga okkur í sund!

Annars er Inga alltaf jafn mikill orkubolti og er á fleygiferð alla daga. Hún er alltaf brosandi og heillar alla í kringum sig. Það er rosalega gaman að fylgjast með henni, hún er svo fyndin:) Um daginn var eldri maður fyrir aftan okkur á kassa sem byrjaði að spjalla við Ingu. Hann sagði við mig eftir smá stund: "Hún er greinilega mikil félagsvera". Þegar við mæðgur vorum búnar að borga og setja í poka, þá sagði Inga "bæææ" og vinkaði manninum. Þið getið ímyndað ykkur hvað maðurinn var hrifinn:) hehe....

Á myndinni að ofan má sjá Ingu Bríeti með Emblu Eik vinkonu sinni. Er hún ekki smá lík mömmu sinni þarna??

5 Comments:

  • At 3:20 PM , Blogger Maja said...

    Hún á ekki langt að sækja það að vera félagsvera hún Inga :) Og jú, hún er ansi lík mömmu sinni, þó pabbi eigi sinn svip :)

     
  • At 3:27 AM , Anonymous Anonymous said...

    Já, dálítið lík mömmunni þarna og svo sannarlega líka varðandi félagsveruna :-) Þetta er svona mini-Herborg ;-)

    Knús,
    Dögg

     
  • At 7:57 AM , Anonymous Anonymous said...

    gettu hver ætlar að koma heim og knúsa dúlluna sína í tilefni eins árs afmælisins? :) Sé þig á þriðjudaginn snúlla - og já, mjög lík mömmu sinni þarna, enda ekki leiðum að líkjast ;)

    xxx sjöfn

     
  • At 3:31 PM , Blogger herborg said...

    :) veivei

     
  • At 1:46 AM , Anonymous Anonymous said...

    Hæ snúlla

    Til hamingju með 1 árs afmælið, okkur hlakkar til að koma í afmæli til þín næstu helgi.

    Hafðu það sem best í dag og láttu nú mömmu og pabba stjana við þig í tilefni dagsins.

    Kveðja frá stórfjölskyldunni í Stóragerði 13

     

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home