Alveg að verða eins árs
Já, eftir 10 daga verður daman eins árs! Af Ingu er allt gott að frétta. Seinasta þriðjudag kláraði Inga sundnámskeið nr. 4 með stæl:) Núna er það bara í okkar höndum að halda kunnáttunni við og vera dugleg að fara með hana í sund. Treystum á að Kristín, Kjartan og Silja María verði dugleg að draga okkur í sund!
Annars er Inga alltaf jafn mikill orkubolti og er á fleygiferð alla daga. Hún er alltaf brosandi og heillar alla í kringum sig. Það er rosalega gaman að fylgjast með henni, hún er svo fyndin:) Um daginn var eldri maður fyrir aftan okkur á kassa sem byrjaði að spjalla við Ingu. Hann sagði við mig eftir smá stund: "Hún er greinilega mikil félagsvera". Þegar við mæðgur vorum búnar að borga og setja í poka, þá sagði Inga "bæææ" og vinkaði manninum. Þið getið ímyndað ykkur hvað maðurinn var hrifinn:) hehe....
Á myndinni að ofan má sjá Ingu Bríeti með Emblu Eik vinkonu sinni. Er hún ekki smá lík mömmu sinni þarna??
Annars er Inga alltaf jafn mikill orkubolti og er á fleygiferð alla daga. Hún er alltaf brosandi og heillar alla í kringum sig. Það er rosalega gaman að fylgjast með henni, hún er svo fyndin:) Um daginn var eldri maður fyrir aftan okkur á kassa sem byrjaði að spjalla við Ingu. Hann sagði við mig eftir smá stund: "Hún er greinilega mikil félagsvera". Þegar við mæðgur vorum búnar að borga og setja í poka, þá sagði Inga "bæææ" og vinkaði manninum. Þið getið ímyndað ykkur hvað maðurinn var hrifinn:) hehe....
Á myndinni að ofan má sjá Ingu Bríeti með Emblu Eik vinkonu sinni. Er hún ekki smá lík mömmu sinni þarna??
5 Comments:
At 3:20 PM , Maja said...
Hún á ekki langt að sækja það að vera félagsvera hún Inga :) Og jú, hún er ansi lík mömmu sinni, þó pabbi eigi sinn svip :)
At 3:27 AM , Anonymous said...
Já, dálítið lík mömmunni þarna og svo sannarlega líka varðandi félagsveruna :-) Þetta er svona mini-Herborg ;-)
Knús,
Dögg
At 7:57 AM , Anonymous said...
gettu hver ætlar að koma heim og knúsa dúlluna sína í tilefni eins árs afmælisins? :) Sé þig á þriðjudaginn snúlla - og já, mjög lík mömmu sinni þarna, enda ekki leiðum að líkjast ;)
xxx sjöfn
At 3:31 PM , herborg said...
:) veivei
At 1:46 AM , Anonymous said...
Hæ snúlla
Til hamingju með 1 árs afmælið, okkur hlakkar til að koma í afmæli til þín næstu helgi.
Hafðu það sem best í dag og láttu nú mömmu og pabba stjana við þig í tilefni dagsins.
Kveðja frá stórfjölskyldunni í Stóragerði 13
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home