Langt síðan seinast
Það er alltaf nóg að gerast hjá Ingu Bríeti. Hún er alltaf að gera eitthvað nýtt, t.d. er hún byrjuð að ganga um með dótakassann eða "göngugrindina" sína. Hún er með rosa gott jafnvægi, dettur sjaldan. Lætur sig yfirleitt síga mjúklega á bossann:) Gleymir sér stundum og sleppir báðum höndum. Hún er rosalega snögg og finnst að sjálfsögðu allt sem er bannað vera mest spennó, eins og öllum börnum.
Hún er eitthvað að bæta í "orðforðann". Hún bendir til dæmis á ljós og segir "sss", segir hæ og bæ, týnd "dí", taka "tada" ......man ekki meira í bili. Jú....eitt í viðbót. Hún á síma með tökkum og ef maður ýtir á einn á tökkunum þá heyrist bye bye baby. Inga náði að segja þessa setningu um daginn, oftar en einu sinni! hehehe
Tennurnar sjást líka vel núna, sérstaklega þegar hún brosir. Spurning hvort það fari einhverjar að koma upp í neðri góm.
Set inn myndir fljótlega.
Hún er eitthvað að bæta í "orðforðann". Hún bendir til dæmis á ljós og segir "sss", segir hæ og bæ, týnd "dí", taka "tada" ......man ekki meira í bili. Jú....eitt í viðbót. Hún á síma með tökkum og ef maður ýtir á einn á tökkunum þá heyrist bye bye baby. Inga náði að segja þessa setningu um daginn, oftar en einu sinni! hehehe
Tennurnar sjást líka vel núna, sérstaklega þegar hún brosir. Spurning hvort það fari einhverjar að koma upp í neðri góm.
Set inn myndir fljótlega.
2 Comments:
At 5:40 AM , Anonymous said...
Gaman að heyra nýjar fréttir af litlu dúllunni, er hún farin að labba svolítið? :) duglega stelpan!
Já þetta bye bye baby var pínu creepy..hehe
Verður að setja inn myndir fljótlega, ég er strax farin að sakna hennar svo mikið!
knús og kossar
kv. Sjöfn
At 7:43 AM , Anonymous said...
Já Inga er ekkert smá dugleg ;)
Ég og Kjartan vorum að horfa á einhverja bíómynd um daginn og þá sagði einn leikarinn "bye bye baby" og við náttúrulega sprungum bæði úr hlátri hehehe....
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home