Tveir montrassar

Saturday, December 23, 2006

Gleðilega hátíð


Inga Bríet fór í 10 mánaða skoðun í gær og nýjustu tölur eru eftirfarandi:
Þyngd: 8755 g
Lengd: 70,5 cm

Ég hélt að hún væri búin að þyngjast meira, en þetta er víst bara alveg eftir bókinni miðað við barn sem hreyfir sig jafn mikið og Inga. Hún stendur upp milljón sinnum á dag og er á fleygiferð. Vantar ekki kraftinn í hana!

Hún var skoðuð bæði af lækni og hjúkrunarfræðingi. Læknirinn hlustaði hana, kíkti í eyrun og munninn, og vildi sjá hvernig hún stæði í fæturna. Hjúkrunarfræðingurinn spurði út í þroska, hvað hún gæti o.s.frv. Hún prufaði að láta hlut detta og þá sagði Inga: "datt". Það var eins og hún væri í munnlegu prófi:) Inga rúllaði þessu öllu upp, var samt svolítið smeik við lækninn. Hélt þéttingsfast í mömmu sína og leist ekkert á að láta pota í sig!!

Jæja, nóg í bili. Við óskum ykkur bara gleðilegra jóla og hafið það sem allra best yfir hátíðirnar:)

1 Comments:

  • At 6:05 PM , Anonymous Anonymous said...

    Inga alltaf jafn dugleg ;)
    Hafið þið það rosalega gott á morgun (aðfangadag), get ekki beðið eftir að sjá hvernig Silja María bergst við öllum pökkunum (pappírinn verður örugglega meira spennandi en gjafirnar hehehe..). Stefnum svo á að fara í sund með prinsessurnar milli jóla og nýárs.
    Jólaknús...

     

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home