Inga Inga INGA
Inga er að læra svo margt nýtt þessa dagana. Hún er alltaf eitthvað babblandi og það nýjasta hjá henni er að segja "ble" þegar hún veifar, og er þá að sjálfsögðu að reyna að segja bless. Hún gerir þetta bara þegar henni hentar, ekkert endilega þegar hún á að vera að kveðja, sem getur verið mjög fyndið:).
Í gærkvöldi var Pétur frændi hennar að passa hana á meðan við brugðum okkur á Lennon tónleika og í kvöld voru mamma og pabbi að passa hana á meðan við fórum á jólahlaðborð. Inga var voða þæg en heldur hinsvegar að hún þurfi að skemmta og sinna "gestunum" allan tímann. Hún sýnir engin þreytumerki fyrr en konan með mjólkina mætir með kvöldsopann! Það er nokkrum sinnum búið að reyna að gefa henni stoðmjólk, við litlar vinsældir! Ekkert fake fyrir Ingu!
Mömmu og pabba finnst hún svo fyndin, ótrúleg orka í henni og svo mikið að hugsa. Mamma nefndi að stundum væri nú gaman að vita hvað svona lítil vera væri að hugsa......
Fyrr í dag fórum við í stór-fjölskylduboð Bjössa megin þar sem að Inga náði að heilla alla án mikillar fyrirhafnar. Ekki þótti ömmu hennar leiðinlegt þegar hún vildi heldur vera hjá henni en mér! hehe.... Inga var hinsvegar orðin svolítið skelkuð í lokin en hún þarf að koma sér í gott fjölskylduboðaform þar sem að jólin nálgast óðfluga. Og talandi um það, þá keyptum við fyrsta jólakjólinn á Ingu í dag. Hún verður langflottust á jólunum, í smáköflóttum rauðum kjól með rauðri flauelsslaufu, og í hvítri skyrtu og sokkabuxum innanundir:)
Jæja, nóg í bili af Ingu litlu.....
Í gærkvöldi var Pétur frændi hennar að passa hana á meðan við brugðum okkur á Lennon tónleika og í kvöld voru mamma og pabbi að passa hana á meðan við fórum á jólahlaðborð. Inga var voða þæg en heldur hinsvegar að hún þurfi að skemmta og sinna "gestunum" allan tímann. Hún sýnir engin þreytumerki fyrr en konan með mjólkina mætir með kvöldsopann! Það er nokkrum sinnum búið að reyna að gefa henni stoðmjólk, við litlar vinsældir! Ekkert fake fyrir Ingu!
Mömmu og pabba finnst hún svo fyndin, ótrúleg orka í henni og svo mikið að hugsa. Mamma nefndi að stundum væri nú gaman að vita hvað svona lítil vera væri að hugsa......
Fyrr í dag fórum við í stór-fjölskylduboð Bjössa megin þar sem að Inga náði að heilla alla án mikillar fyrirhafnar. Ekki þótti ömmu hennar leiðinlegt þegar hún vildi heldur vera hjá henni en mér! hehe.... Inga var hinsvegar orðin svolítið skelkuð í lokin en hún þarf að koma sér í gott fjölskylduboðaform þar sem að jólin nálgast óðfluga. Og talandi um það, þá keyptum við fyrsta jólakjólinn á Ingu í dag. Hún verður langflottust á jólunum, í smáköflóttum rauðum kjól með rauðri flauelsslaufu, og í hvítri skyrtu og sokkabuxum innanundir:)
Jæja, nóg í bili af Ingu litlu.....
3 Comments:
At 2:19 PM , Anonymous said...
ég frétti að pétur hefði haldið að hann gæti bara nýtt tímann og lært aðeins meðan hann væri að passa... riiiight hehehe
sjöfn
At 6:25 AM , Anonymous said...
Nei, það varð ekki mikið úr lærdómi það kvöld! Það var aldrei hægt að hafa augun af Ingu í meira en 5 sekúndur í einu. Ef maður brá sér eitt andartak inní eldhús, þá var annaðhvort einhver grunsamlegur hávaði - svo maður þurfti að stökkva fram til að athuga það, eða það var grunsamlega lítill hávaði - og þá þurfti maður líka að stökkva fram og athuga það!
Pétur
At 9:05 AM , herborg said...
hehe:)
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home