9 mánaða skvísa!
Jæja, þá er daman orðin 9 mánaða og maður er alltaf jafn hissa á því hvað tíminn líður. Þessa dagana er hún á fleygiferð út um allt og það vinsælasta er að láta hluti detta og segja "datt". Hún segir það líka ótrúlega skýrt, alveg 2 t :). Hún segir líka dót. Svo klár!
Inga Bríet er ekki komin með neinar tennur ennþá. Mér finnst það nú bara ágætt þar sem að ég er ennþá með hana á brjósti :).
Hún er ótrúlegur orkubolti og ótrúlega sterk. Best að passa upp á hárið á sér og að klippa neglurnar á henni reglulega, annars getur maður lent illa í því!:) hehe.... Ég er allavega með einn skallablett eftir hana eftir að henni tókst að rífa með rótum góðan lokk um daginn. Hann er vonandi á lítið áberandi stað.
Annars er hún alltaf hress og kát, síbrosandi og skemmtileg. Sætust í heimi!
Já og Sjöfn, ég skal taka myndir á eftir og setja inn:)
Inga Bríet er ekki komin með neinar tennur ennþá. Mér finnst það nú bara ágætt þar sem að ég er ennþá með hana á brjósti :).
Hún er ótrúlegur orkubolti og ótrúlega sterk. Best að passa upp á hárið á sér og að klippa neglurnar á henni reglulega, annars getur maður lent illa í því!:) hehe.... Ég er allavega með einn skallablett eftir hana eftir að henni tókst að rífa með rótum góðan lokk um daginn. Hann er vonandi á lítið áberandi stað.
Annars er hún alltaf hress og kát, síbrosandi og skemmtileg. Sætust í heimi!
Já og Sjöfn, ég skal taka myndir á eftir og setja inn:)
2 Comments:
At 4:48 AM , Anonymous said...
Greinilega stuð á þínu heimili hehe.. En til hamingju með 9 mánaða afmælið ;)
At 1:14 PM , Anonymous said...
Til hamingju með afmælið sæta :) Takk fyrir að setja inn myndir Herborg, ég er farin að sakna Ingu alveg rosalega mikið, mesta dúllan!
kv. sjöfn
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home