Inga Bríet orðin 8 mánaða!
Jæja, ekki mikið búið að vera að gerast á þessari síðu undanfarið. Pabbi Ingu tók fæðingarorlof í 2 vikur í október og það var frábært að geta verið þrjú saman í hversdagsleikanum. Við skruppum til London í eina viku þar sem Sjöfn föðursystir Ingu býr og er í námi. Tilefnið var afmæli Guðrúnar langömmu Ingu Bríetar sem ákveðið var að halda upp á í London þar sem að 3 af 6 barnabörnum hennar eru búsett þar. Við ákváðum að lengja ferðina um nokkra daga þar sem pabbinn var í fríi og því tilvalið að slappa af í betra veðri! Það var rosa gaman hjá okkur, löbbuðum mikið, kíktum í búðir, sáum Little Britain Live og borðuðum góðan mat. Inga Bríet var rosalega góð eins og alltaf:). Svaf reyndar allt örðuvísi, enda mikið að gerast og félagsveran Inga má ekki missa af neinu!
Inga Bríet fór annars í 8 mánaða skoðun í gær og nýjustu tölur eru svohljóðandi: 8400g og 69 cm. Semsagt búin að þyngjast um 1100g og lengjast um 2 cm síðustu 2 mánuðina
Inga Bríet fór annars í 8 mánaða skoðun í gær og nýjustu tölur eru svohljóðandi: 8400g og 69 cm. Semsagt búin að þyngjast um 1100g og lengjast um 2 cm síðustu 2 mánuðina
4 Comments:
At 12:02 PM , Ásta said...
Skvísan er bara að verða veraldarvön!:) Ekki amalegt;) Velkomin heim!
At 5:44 PM , herborg said...
Inga er algjör heimsborgari!!:)
At 4:14 AM , Anonymous said...
Velkomin heim úr ferðalaginu! Já, Inga er mikill heimsborgari...ekki slæmt að vera búin að fara svona oft til útlanda og vera bara 8 mánaða :o)
kv. Dröfn og bumban
At 6:39 AM , Anonymous said...
Takk fyrir síðast, það var rosalega gaman að hafa ykkur og mjög gaman að fá að passa Ingu litlu gleðigjafa.
kv. Sjöfn
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home