Tveir montrassar

Tuesday, September 19, 2006

Tíminn líður hratt.........

...........eiginlega of hratt!

Inga Bríet orðin 7 mánaða og gerir eitthvað nýtt á hverjum degi. Það nýjasta er að hún er farin að segja PABBI.

Áður en Inga fæddist hélt ég að það væri hæfilegt að vera heima í 6 mánuði. Ég lét það svo út úr mér daginn eftir að við komum heim með hana af fæðingardeildinni, að ég ætlaði að vera heima með hana í 20 ár! Ætli ég fari ekki einhvern milliveg í þeim efnum:) Ég tými ómögulega að fara frá henni alveg strax, eins og mig langar nú alveg að fara að spreyta mig í vinnu.

Við vorum annars í seinasta tímanum á byrjendanámskeiðinu í sundi áðan og byrjum svo á framhaldsnámskeiði á fimmtudaginn. Inga Bríet er orðin ofsalega klár að kafa:)

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home