Inga byrjuð að borða mat!
Inga Bríet var eingöngu á brjósti þangað til hún varð 6 mánaða og 6 daga gömul. Það fyrsta sem hún smakkaði var grautur og sú var glöð með það!:)
Hjúkrunarfræðingurinn í ungbarnaeftirlitinu ráðlagði okkur að byrja á að gefa henni 2 tsk fyrsta daginn, 3 tsk þann næsta o.s.frv. Inga Bríet ætlaði að grenja úr sér augun þegar hún fékk bara 3 tsk. annan daginn, ekki sátt!
Eftir nokkurra daga reynslu byrjaði Inga að fá 3 máltíðir á dag. Við erum búin að prófa að gefa henni banana, heimalagað eplamauk, ferskjumauk og sveskjumauk við litlar vinsældir. Hins vegar finnst henni gulrótamauk og grænmetismauk algjört lostæti:)
Von bráðar koma myndir af litla matargatinu í "fuld sving".
Hjúkrunarfræðingurinn í ungbarnaeftirlitinu ráðlagði okkur að byrja á að gefa henni 2 tsk fyrsta daginn, 3 tsk þann næsta o.s.frv. Inga Bríet ætlaði að grenja úr sér augun þegar hún fékk bara 3 tsk. annan daginn, ekki sátt!
Eftir nokkurra daga reynslu byrjaði Inga að fá 3 máltíðir á dag. Við erum búin að prófa að gefa henni banana, heimalagað eplamauk, ferskjumauk og sveskjumauk við litlar vinsældir. Hins vegar finnst henni gulrótamauk og grænmetismauk algjört lostæti:)
Von bráðar koma myndir af litla matargatinu í "fuld sving".
3 Comments:
At 6:07 AM , Anonymous said...
Hehe.. já það er rétt hjá þér með banamaukið. við gáfum Silju Maríu að smakka smá og hún iðaðist um af klíju, frekar fyndið. Ætlum að prófa grautinn í kvöld :O)
At 2:41 AM , Anonymous said...
Sæl Herborg, sé að þessi síða er þó nokkuð meira í notkun en þín gamla!! Mér finnst nú sterkur svipur með ykkur mæðgunum á sumum myndunum :) Við hérna í Afli ætluðum aðeins að fá að heyra í þér í sambandi við hönnun á skrifstofunni okkar, ef þú hefur tíma endilega meilaðu á mig, kruger@mi.is kveðja
Kristjana sjúkraþjálfari
At 1:35 PM , Anonymous said...
Heyrðu, er ekki kominn tími á nýjar myndir!? Ég er farin að sakna Ingu minnar svo mikið :(
Sjöfn föðursystir
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home