Tveir montrassar

Monday, July 24, 2006

Inga Holtungi



Inga Bríet fór á sitt fyrsta ættarmót um helgina, Holtungamót á Steinsstöðum í Skagafirði. Þar hittust afkomendur Ingiríðar og Kristjáns frá Holti í Þistilfirði, sem voru foreldrar Herborgar langömmu Ingu Bríetar. Mótið var skemmtilegt og verðrið var frábært. Um daginn var farið í leiki og um kvöldið var sameiginlegur matur eldaður af Kvenfélaginu á staðnum (standard ættarmótsmatur-læri og tilheyrandi) og kvöldvaka uppfull af skemmtiatriðum. Holtskórinn tróð upp og svo var dansað við harmonikkuleik. Það var víst stuð á tjaldstæðinu fram á nótt en við erum komin í hóp barnafólksins og drógum okkur í hlé fyrr en við höfum gert hingað til!

Inga var yngsti Holtunginn í þetta skiptið en það var nóg af litlum börnum á mótinu. Og einhver á leiðinni líka......

Á myndunum má sjá feðginin vel merkt þegar við erum nýkomin á mótið. Á spjöldunum standa semsagt nöfnin þeirra og að þau tilheyri Herborgar-leggnum og svo er mynd af Herborgu langömmu Ingu Bríetar líka til gamans.

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home