Tveir montrassar

Thursday, November 23, 2006

Inga Bríet - fyrrverandi smábarn!

Uppáhaldsmatur Ingu Bríetar er án vafa brauð með kæfu, eða öllu heldur kæfa með brauði! Hún kjamsar þetta með bestu lyst og myndi líklega vilja fá þetta í öll mál.

Inga Bríet er alltaf að læra eitthvað nýtt. Hún er byrjuð að vinka þegar maður vinkar henni og segir bless. Ef maður segir: "Inga klappa", þá klappar hún og hún er auðvitað líka alltaf til í að sýna hvað hún er stór:). Þegar maður segir :"Inga hvar er dótið?" , þá leitar hún eftir því. Hún sest upp sjálf og er farin að gera tilraunir til að standa upp.

Hún er ekkert smábarn lengur!

1 Comments:

  • At 7:35 AM , Anonymous Anonymous said...

    Æji og ég missi af öllu! Hún tekur nú greinilega eftir frænku sinni að vera sjúk í kæfu hehe. Knús og kossar!

    sjöfn

     

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home