Tveir montrassar

Monday, December 25, 2006

Jóla jóla - og Inga komin með tönn!:)

Já, þið lásuð rétt!!:) Hún fannst í morgun og er hún í efrigóm vinstra megin, semsagt hliðarframtönn:) Ekki algengt að taka þá tönn sem fyrstu tönn. Yfirleitt eru það framtennur í neðri góm sem koma fyrstar. Inga fer sínar eigin leiðir í þessu:)

Annars var voða fínt hjá okkur í gær. Við vorum í mat hjá foreldrum Bjössa og kíktum svo til mömmu og pabba í kvöldkaffi á eftir. Inga fékk rosalega margt fallegt, en hefur voðalítið vit á þessu ennþá. Hún hafði mest gaman af pappírnum og krulluböndunum. Nægjusöm stúlka:).

Svo er fullt af boðum framundan, mikið fjör!

Svo fékk litla vinkona hennar (fædd 16. des.) í Danmörku nafn í gær, dóttir Ástu og Jákups. Hún heitir Kristina Ósk:) Hamingjuóskir frá okkur!!



Fyrsta tönnin kom semsagt 10 mánaða og 6 daga:)

3 Comments:

  • At 12:31 PM , Anonymous Anonymous said...

    Til hamingju með fyrstu tönnina ;)

     
  • At 12:31 PM , Anonymous Anonymous said...

    Til hamingju með fyrstu tönnina ;)

     
  • At 6:43 AM , Anonymous Anonymous said...

    Loksins kom hún :) til lukku með það!
    -Maja-

     

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home