Gleðilegt nýtt ár:)
Áramótunum fögnuðum við í góðu yfirlæti hjá mömmu og pabba ásamt Þóri bróður og fjölskyldu. Eftir matinn lagði Inga sig frá níu til að verða ellefu og var eiturhress á miðnætti. Við klæddum hana vel og stóðum með hana úti í öllum látunum. Inga var ekkert hrædd, fylgdist bara spennt með öllu og hefði alveg viljað vera með stjörnuljós eins og frændur hennar:)
Gott ár að baki hjá okkur fjölskyldunni. Og það er bara farið að styttast í eins árs afmæli dömunnar. Ætli Perlan sé laus??
Ég læt inn myndir fljótlega:)
Gott ár að baki hjá okkur fjölskyldunni. Og það er bara farið að styttast í eins árs afmæli dömunnar. Ætli Perlan sé laus??
Ég læt inn myndir fljótlega:)
4 Comments:
At 4:02 AM , Anonymous said...
Gleðilegt ár :)
Já það er ótrúlegt hvað þessi litlu eru óhrædd við flugeldana. Silja María var svo spennt fyrir öllu ljósaflóðinu á miðnætti ;).
Herborg, PERLAN, hvernig dettur þér það í hug. Ætlarðu ekki að fá einkaþotu og bjóða öllum í Disney World hehehe...
At 9:28 AM , Anonymous said...
Ég segi það með þér Kristín, dugar ekkert minna fyrir fyrsta afmæli dömunnar :) Mínir strákar sváfu báðir í gegnum áramótin, ekki einu sinni rumskað :)
-Maja-
At 11:27 AM , herborg said...
Kristín, ég var eiginlega að spá í því fyrir 2 ára afmælið:) hehe
At 2:16 PM , Anonymous said...
Þú getur þá skotist hérna við á þotunni og sótt okkur:) Gleðilegt nýtt ár!
Mín var ekki hrifin af flugeldunum...
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home