Inga Bríet orðin eins árs!
Jæja, þá er fyrsti afmælisdagurinn runninn upp! Litla músin orðin eins árs áður en maður veit af.... Á myndunum má sjá dömuna opna pakkann frá okkur í morgun. Virtist bara þokkalega ánægð með innihaldið!
Af Ingu er allt gott, komin með eina tönn í viðbót, þá fyrstu í neðri góm. Hún skaust í gegn 13. febrúar. Hún er alltaf að sleppa sér meira og meira og þýtur meðfram öllu og ýtir öllu á undan sér. Þegar hún stendur ein úti á miðju gólfi þá fattar hún hinsvegar ekki að taka skref. En það er ekki langt í það hjá henni.
Jæja, ætla að sinna afmæliusbarninu!
11 Comments:
At 2:14 AM , Anonymous said...
Innilega til hamingju með afmælið Krúttumús ;)
Hlakka til að sjá þig
At 2:27 AM , Anonymous said...
Til hamingju með afmælið sæta! Hlakka til að hitta þig á morgun :)
Sjöfn
At 2:56 AM , Maja said...
Innilega til lukku með fyrsta afmælisdaginn elsku Inga :) Þú átt eftir að taka þig vel út í mömmó með fína vagninn ;)
Hlökkum til að koma í afmælið :D
At 3:48 AM , Anonymous said...
Hæ litla skvís,
kossar og knús í tilefni afmælisins!
Biðjum að heilsa mömmu og pabba,
Laura og co.
At 4:14 AM , Anonymous said...
Til hamingju með fyrsta afmælisdaginn! Þetta er nú aldeilis flottur vagn sem þú fékkst frá mömmu og pabba :-)
Hafðu það gott!
Knús,
Dögg
At 7:09 AM , Ásta said...
Til hamingju með afmælið! Tíminn er svo fljótur að líða:) Ægilega ánægð með pakkann, ekki amalegt;)
Hlakka til að sjá ykkur bráðum!
At 11:09 AM , Anonymous said...
Hæ skvísa og til hamingju með 1 árs afmælið!
Afmæliskveðjur,
Dröfn, Arnar og litli kútur
At 2:02 PM , Anonymous said...
Til hamingju með afmælið vinkona! Rosa fínar afmælismyndir......
bestu kveðjur frá okkur í Árósum
Iðunn, Árný og Raggi
At 2:17 PM , Anonymous said...
Til hamingju með 1 árs afmælið litla prinsessa!:) Ekkert smá flottur pakki sem daman hefur fengið;-)
Kveðja, Erla & Geir Oddur
At 9:00 AM , Anonymous said...
Til hamingju með afmælið í gær, Þú ert nú dálítið lík henni mömmu þinni. Bið að heilsa henni.
Kveðja Helena Ólafs og Danial
At 3:00 PM , Anonymous said...
Hæ Inga viltum bara óska þér tilhamingju með 1 árs afmælið sem var á mánudaginn
Kveðja Svanhildur Fanney, Hjördís Ágústa, Harpa Rut og Kristrún Brá
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home