Tveir montrassar

Wednesday, April 11, 2007

Mamman er montrass!

Inga er mikill orkubolti og er alltaf á fleygiferð, er sjaldan kyrr og varla í meira en nokkrar mínútur í senn. Áðan tókst henni að príla upp í sófa og sat þar hæstánægð með fjarstýringuna!

Inga hefur gaman að bókum, kemur labbandi til manns með bók og segir "bók bók" og vill þá að maður lesi fyrir sig. Hún bendir líka á bækur og segir þá "bókin". Svo klár!

Hún heldur áfram að vera dugleg að bæta við orðum og er orðaforðinn orðinn ansi góður. Í þessum töluðu orðum er pabbi hennar að bursta í henni tennurnar og þá segir Inga "butta butta (bursta bursta)".

Ætli ég hætti ekki að monta mig í bili. Spurning hvor er meiri montrass, Inga eða mamma hennar!

2 Comments:

  • At 1:55 AM , Anonymous Anonymous said...

    Það er allt í lagi að monta sig af börnunum sínum, þau eru náttúrlega klárust hehe...

     
  • At 3:20 PM , Blogger Maja said...

    Já alveg nauðsynlegt að monta sig af afkvæmunum af og til :)

     

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home