Dagvistunarmál
Þessa dagana bíðum við með krosslagða putta eftir að fá að vita með leikskólapláss handa Ingu Bríeti. Við sóttum um 5 leikskóla, eins marga og hægt er semsagt. Ég er búin að hringja reglulega í þjónustumiðstöð hverfisins til að hlera stöðuna. Í byrjun árs fékk ég að vita að ég myndi fá svar í mars. Í mars kom ekkert svar. Þá átti ég að fá svar í lok apríl og þegar ég hringdi um daginn þá var mér sagt að það myndi teygjast fram yfir mánaðarmótin.
Í janúar hringdi ég líka í dagmömmur í hverfinu en þær voru bara með laust með haustinu, þannig að ég setti hana ekki einu sinni á bið hjá þeim því þá reiknaði ég með að vera komin með leikskólapláss miðað við þær upplýsingar sem ég fékk hjá þjónustumiðstöðinni.
Ég sótti líka um á einum einkareknum leikskóla sem ég tékka á ef þetta blessaða bréf ætlar ekki að fara að skila sér.
Allavega, það var svo sem búið að segja manni að þetta væri mikið mál með leikskólana og dagmömmurnar og kannski fór maður of seint af stað að athuga þetta. Ég fékk svo þær fréttir á leikskólanum hans Bergs sem við skoðuðum um daginn (þar sem að hann er á listanum) að þar ætti að fækka leikskólaplássum fyrir yngstu börnin. Hvaða rugl er það?? Það væri nú betri hugmynd að byggðir væru fleiri skólar til að mæta eftirspurninni. Vandinn liggur líklega í laununum, það fæst ekkert starfsfólk. En þegar það er farið að fækka plássum á leikskólum sem eru nú þegar starfandi þá er þetta orðið hálf vonlaust!!
Ekki það að við Inga unum okkur ekki vel saman:) Það eru auðvitað forréttindi að geta verið svona lengi heima með henni og það verða viðbrigði að setja hana í pössun þegar þar að kemur:/ En maður verður bara að líta á það þannig að hún hefur gott af því að vera innan um önnur börn, og ekki síst gaman að því!! Fyrsta orðið sem hún segir á hverjum degi er "krakkarnir".
Í janúar hringdi ég líka í dagmömmur í hverfinu en þær voru bara með laust með haustinu, þannig að ég setti hana ekki einu sinni á bið hjá þeim því þá reiknaði ég með að vera komin með leikskólapláss miðað við þær upplýsingar sem ég fékk hjá þjónustumiðstöðinni.
Ég sótti líka um á einum einkareknum leikskóla sem ég tékka á ef þetta blessaða bréf ætlar ekki að fara að skila sér.
Allavega, það var svo sem búið að segja manni að þetta væri mikið mál með leikskólana og dagmömmurnar og kannski fór maður of seint af stað að athuga þetta. Ég fékk svo þær fréttir á leikskólanum hans Bergs sem við skoðuðum um daginn (þar sem að hann er á listanum) að þar ætti að fækka leikskólaplássum fyrir yngstu börnin. Hvaða rugl er það?? Það væri nú betri hugmynd að byggðir væru fleiri skólar til að mæta eftirspurninni. Vandinn liggur líklega í laununum, það fæst ekkert starfsfólk. En þegar það er farið að fækka plássum á leikskólum sem eru nú þegar starfandi þá er þetta orðið hálf vonlaust!!
Ekki það að við Inga unum okkur ekki vel saman:) Það eru auðvitað forréttindi að geta verið svona lengi heima með henni og það verða viðbrigði að setja hana í pössun þegar þar að kemur:/ En maður verður bara að líta á það þannig að hún hefur gott af því að vera innan um önnur börn, og ekki síst gaman að því!! Fyrsta orðið sem hún segir á hverjum degi er "krakkarnir".
2 Comments:
At 5:23 AM , Anonymous said...
Já þetta er nú meira vesenið þessi dagvistunarmál. Sem betur fer vorum við heppin og Silja María fékk pláss hjá góðri dagmömmu. Henni finnst rosalega gaman hjá henni og vill helst ekki fara heim þegar ég kem að sækja hana, litla rassgatið hehehe..
At 4:21 PM , herborg said...
hehehe.......góð!!
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home