Ný orð og setningamyndun á hverjum degi.
Kristinn er orðinn rosalega duglegur að tala. Þegar pabbi hans bauð honum Cherioos í morgun þá sagði sá stutti: Nei, kodda. Hann er með skoðanir á flestu og er mjög var um eignaréttinn sinn. Hann sagði líka : Inga lúlla í lúminu(rúminu). Ég spurði hann áðan hvort ég ætti að halda á honum þá sagði hann: Nei, leiða mig. Maður sér líka á honum hvað hann er ánægður með að við skiljum hvað hann vill:)
Inga er alltaf jafn skemmtileg og naut jólanna í botn, veislukonan sjálf. Hún veltir öllu fyrir sér og spurði mig í gær hvað væri eiginlega undir stéttinni:)
2 Comments:
At 5:04 PM , Unknown said...
Sæt systkini og já tíminn er allt of fljótur að líða ;)
At 12:28 PM , Ásrún said...
krúttlegar myndir :)
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home