Tveir montrassar

Tuesday, November 10, 2009

Þrír góðir gullmolar....

  • Við fórum með 2 skókassa í söfnuna "jól í skókassa" um seinustu helgi. Ég sagði við Ingu þegar við vorum að kaupa tannbursta og tannkrem, til að setja í skókassann, að við ætluðum að gefa börnum sem ættu ekki mömmu og pabba þetta. Þá sagði sú stutta: " Fá þau að bursta sig sjálf??"
  • Inga Bríet í aftursætinu: Mamma, veistu, regnboginn þurrkar rigningu því sólin sko hitar regnbogann. Sólin er sko mamma regnbogans:)
  • Diskarnir voru ennþá á borðinu frá því í gærkvöldi þegar við komum fram í morgun. Þá sagði Inga Bríet: Mamma, við erum bara eins og Kasper, Jesper og Jónatan. Við gleymum bara að taka til.....

1 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home