Í fyrsta skipti til tannlæknis
Ég fór með Ingu til tannlæknis í fyrsta skipti í dag. Inga stóð sig eins og hetja og tannlæknirinn hrósaði henni mikið hvað hún væri dugleg. Óhætt að mæla með þessum tannlækni ef einhver er að fara með barn í skoðun fljótlega.
Hann byrjaði á því að gefa henni tannbursta, sem hún fékk að velja. Því næst rispaði hann nafnið hennar með bornum í tannburstann. Hann leyfði henni svo að tannbursta bangsa sem svo spýtti vatni út úr sér þegar hún var búin við mikla kátínu. Hann blés upp blöðru með loftinu í stólnum og hún fékk líka að prófa stólinn, færa hann upp og niður, fram og til baka o.s.frv. Svo setti hann vatn í glas og leyfði henni að soga það upp með sugunni. Hún fékk að prufa videogleraugu og velja sjálf myndina. Svo leyfði hann henni að nýta stólinn sem rennibraut:).
Það var því lítið mál fyrir hann að fá hana til að opna munninn og leyfa honum að skoða tennurnar, nota tannþráð og setja flúor á. Tennurnar voru allar í fínu lagi:)
Hún fór því alsæl heim með tannbursta, blöðru og verðlaun; hring og bleikan gorm:).
Hann byrjaði á því að gefa henni tannbursta, sem hún fékk að velja. Því næst rispaði hann nafnið hennar með bornum í tannburstann. Hann leyfði henni svo að tannbursta bangsa sem svo spýtti vatni út úr sér þegar hún var búin við mikla kátínu. Hann blés upp blöðru með loftinu í stólnum og hún fékk líka að prófa stólinn, færa hann upp og niður, fram og til baka o.s.frv. Svo setti hann vatn í glas og leyfði henni að soga það upp með sugunni. Hún fékk að prufa videogleraugu og velja sjálf myndina. Svo leyfði hann henni að nýta stólinn sem rennibraut:).
Það var því lítið mál fyrir hann að fá hana til að opna munninn og leyfa honum að skoða tennurnar, nota tannþráð og setja flúor á. Tennurnar voru allar í fínu lagi:)
Hún fór því alsæl heim með tannbursta, blöðru og verðlaun; hring og bleikan gorm:).
2 Comments:
At 12:45 PM , Unknown said...
Vá þetta hefur bara verið eins og að fara í Tívolí hehehe.. ég ætti kannski að fá nafnið á honum og fara með Silju til hans ;)
At 3:54 AM , Anonymous said...
Og hvað heitir þessi skemmtilegi tannlæknir?
Kv Hulda Karen
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home