Tveir montrassar

Tuesday, August 04, 2009

Pottþétt skemmtun að vera nálægt Ingu Bríeti

Við lentum við hliðina á mömmu og pabba á ljósum og það var auðvitað vinkað á milljón og svona. Á næstu ljósum segir Inga: "Hver er núna við hliðina á okkur?"
Ég leit snöggt til hliðar, sá rauðhærða konu með tvær fléttur og sagðist ekki vita það. Þá sagði Inga Bríet :"Kannski er þetta Lína langsokkur......" Við foreldrarnir sprungum auðvitað úr hlátri.

Við keyrðum líka fram hjá stóru skilti og þar var mynd af Páli Óskari. Þá sagðist Inga elska Pál Óskar. Stuttu seinna spurði hún mig hvort ég elskaði hann ekki líka og hvort mig langaði ekki til að knúsa hann. Ég spurði hana strax á móti hvort hún vildi ekki bara gera það. Nei, það vildi hún ekki en sagðist vilja sjá mig gera það......

3 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home