Tveir montrassar

Monday, June 08, 2009

Systkinin fagna sumrinu og góða veðrinu vel. Við erum mikið úti og það finnst þeim gaman. Inga er orðin dugleg að hjóla og Kristni finnst skemmtilegast að sparka í bolta. Krítarnar eru líka vinsælar og svo er litla húsið okkar á pallinum alltaf skemmtilegt.

Kristinn er alltaf að bæta við orðum, rosa duglegur að tala. Ný orð: hættu, aftur, búinn.

Inga er alltaf jafn sniðug. Hún var t.d. inni í húsinu úti á palli í morgun ásamt Ingveldi frænku sinni. Ingveldur opnaði fyrir Kristni og sagði "hæ". Inga sagði svo þegar Kristinn gekk inn í húsið: "Velkominn Kristinn".

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home