Tveir montrassar

Thursday, April 30, 2009

Gullmoli

Kristinn var kámugur á höndunum og teygði sig í systur sína. Inga sagði þá:

"Ekki klína í mig Kristinn. Ég er ekki pappír".

Kristinn er orðinn svo mikill krakki eftir að hann byrjaði að labba og þau eru byrjuð að leika sér mikið saman systkinin. Þeim finnst skemmtilegast að vera úti í garði. Áðan voru þau að drullumalla og það var svaka sport. Þau fóru svo saman í bað eftir kvöldmatinn og busluðu og hlógu mikið:).

Það bætist við orðaforðann hjá Kristni á hverjum degi. Hann er farinn að sofa í sínu herbergi, svaka duglegur:).

1 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home