Labbandi Kristinn
Jæja, þá er drengurinn farinn að æða út um allt á tveimur jafnfljótum! Hann er búinn að taka sér dágóðan tíma í að þróa göngulagið, alveg rúmur mánuður síðan hann tók fyrstu skrefin!
Kristinn veit ekkert skemmtilegra en að tala í símann. Hann talar eitthvað tungumál með smellum og látum-hljómar eins og afrískt tungumál. Hann er annars farinn að segja ýmislegt:mamma, pabbi, amma, afi, taka, takk, datt, hæ, rúlla. Hann myndi kaupa sér miklar vinsældir ef hann myndi segja Inga:).
Inga Bríet missir ekki af neinu. Ef við foreldrarnir erum að ræða eitthvað sem hún á ekkert endilega að heyra þá segir hún: "taliði hærra, ég heyri ekki!". Svo vill hún skýringar á öllu - er á "af hverju??"-skeiðinu.
Kristinn veit ekkert skemmtilegra en að tala í símann. Hann talar eitthvað tungumál með smellum og látum-hljómar eins og afrískt tungumál. Hann er annars farinn að segja ýmislegt:mamma, pabbi, amma, afi, taka, takk, datt, hæ, rúlla. Hann myndi kaupa sér miklar vinsældir ef hann myndi segja Inga:).
Inga Bríet missir ekki af neinu. Ef við foreldrarnir erum að ræða eitthvað sem hún á ekkert endilega að heyra þá segir hún: "taliði hærra, ég heyri ekki!". Svo vill hún skýringar á öllu - er á "af hverju??"-skeiðinu.
1 Comments:
At 5:59 AM , Anonymous said...
Hehe væri gaman að fá að heyra smelltungumálið :)
Ég og Annsan förum að koma í heimsókn!
Knús Sj og AM
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home