Tveir montrassar

Sunday, May 03, 2009

Inga gullmoli

Inga sagði í morgun:
"Eftir 10 daga þá byrja ég í Fossvogsskóla og þá má ég skeina mér sjálf!"

- hún getur ekki beðið eftir að fá að framkvæma þá aðgerð sjálf, en ég veit ekki hvernig henni datt þetta í hug:)


Inga sagði líka um daginn:
"Bráðum fæ ég barn í magann og þá eigum við 2 börn saman mamma. Ég eitt og þú eitt"

- Kristinn er barnið mitt, Inga er stóra stelpan mín. Hún verður sármóðguð þegar það er sagt við hana að hún sé barn:)


Og að lokum. Inga biður alltaf um eitt óskalag í bílnum núna, "lítil mexíkanína".......við erum ekkert að leiðrétta það. Fær okkur alltaf til að brosa:).

3 Comments:

  • At 2:41 PM , Anonymous Ásrún said...

    Hún hefur ekki beðið um að fara í Laugarnesskóla með Bergi? :)

     
  • At 3:08 PM , Anonymous Anonymous said...

    Hún er ótrúleg! Sumarbústaðakommentið var líka algjör snilld. "Þessi hvíti (hundur) er skrítinn, hann heldur að ég sé kú"
    kv. Dröfn

     
  • At 2:32 AM , Anonymous Anonymous said...

    hehehe... það er ótrúlegt hvað þeim dettur í hug :)

    Kv, Kristín

     

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home