Mamma, ég gleymdi að láta sólarvörn á dýrin......
sagði Inga við mig í Húsdýragarðinum. Hún er svo umhyggjusöm þessi elska. Hún er líka örugglega ein af fáum sem hafði miklar áhyggjur af Kamillu litlu þegar Kasper, Jesper og Jónatan voru búnir að ræna Soffíu frænku.
Þegar pabbi var í heimsókn um daginn og við vorum eitthvað að ræða allt sem er að gerast á Íslandi, komst ég svo að orði að núna væri þetta nú bara þannig að enginn treystir neinum lengur. Þá segir daman: "En treystir þú ekki mér mamma?".
Litli bróðir bætir stanslaust í orðaforðann. Núna segir hann ekki, bíbí og komdu. Hann sagði líka við systur sína þegar hún kom fram einn morguninn "hæ Inga". Hann er farinn að príla upp í sófa þannig að hér er mikið fjör í vændum.
Annars vorum ég og börnin að koma úr sundi með Ásrúnu, Bergi og Ingveldi. Það var svaka fjör og verður vonandi margendurtekið í sumar:).
Þegar pabbi var í heimsókn um daginn og við vorum eitthvað að ræða allt sem er að gerast á Íslandi, komst ég svo að orði að núna væri þetta nú bara þannig að enginn treystir neinum lengur. Þá segir daman: "En treystir þú ekki mér mamma?".
Litli bróðir bætir stanslaust í orðaforðann. Núna segir hann ekki, bíbí og komdu. Hann sagði líka við systur sína þegar hún kom fram einn morguninn "hæ Inga". Hann er farinn að príla upp í sófa þannig að hér er mikið fjör í vændum.
Annars vorum ég og börnin að koma úr sundi með Ásrúnu, Bergi og Ingveldi. Það var svaka fjör og verður vonandi margendurtekið í sumar:).
1 Comments:
At 1:26 PM , Ásrún said...
Ó já, það var skemmtilegt þó veðrið hefði mátt vera betra. Ég spái sól og blíðu í næstu sundferð :)
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home