Duglegi Kristinn
Kristinn er stöðugt að bæta í orðaforðann þessa dagana. Hann er farinn að segja já, sem er mikið gleðiefni:). Hann segir líka kakó þegar hann vill fá kókómjólk og bendir á ýmislegt og segir "þetta er .......". Hann segir líka "atibæbæ" þegar hann vill sjá Latabæ. Latibær er í miklu uppáhaldi hjá honum og hann er orðinn ansi góður í að herma eftir íþróttaálfinum með ýmsum hreyfingum.
Hann er búinn að læra ýmislegt í leikskólanum, eins og að segja "takk fyrir" þegar hann er búinn að borða. Honum finnst gaman að teikna og leira og þegar ég náði í hann í dag var hann að púsla. Annars eru boltar ennþá í uppáhaldi hjá honum þó bílar séu orðnir þónokkuð vinsælir. Honum finnst líka rosa gaman að kubba og er farinn að geta byggt háa turna.
Hann er búinn að læra ýmislegt í leikskólanum, eins og að segja "takk fyrir" þegar hann er búinn að borða. Honum finnst gaman að teikna og leira og þegar ég náði í hann í dag var hann að púsla. Annars eru boltar ennþá í uppáhaldi hjá honum þó bílar séu orðnir þónokkuð vinsælir. Honum finnst líka rosa gaman að kubba og er farinn að geta byggt háa turna.
3 Comments:
At 11:45 AM , Pétur said...
En hvenær hættir hann að kalla mig afa :-O
At 11:53 AM , herborg said...
hahahhah.......vonandi fyrir jól!:)
At 12:42 PM , Unknown said...
Duglegur strákur ;)
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home