Tveir montrassar

Wednesday, January 20, 2010

"mamma, ég er búin að breyta reglunum......"

Inga er mikið fyrir að breyta reglunum þessa dagana. T.d. lagði hún til að þegar maður jánkar einhverju (höfuðhreyfing) þá þýðir það nei og þegar maður hristir hausinn þá er það jákvætt svar.

Eins fannst henni stórsniðugt að senda frekar þæga krakka í skammarkrókinn, en leyfa þeim óþægu að ganga frjálsum:).

Ef Inga gerir eitthvað af sér og ég er að lesa henni pistilinn þá segir hún oft: "en mamma, ég var bara að grínast...."

Maður kemur aldrei að tómum kofanum hjá Ingu Bríeti.

1 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home