Tveir montrassar

Sunday, January 25, 2009

Aftur eyrnarbólga

Kristinn fékk aftur í eyrun og var veikur alla seinustu viku. Hann er kominn á lyf og er allt annar og allur að koma til. Hann er kominn með 6 tennur, þannig að það er búið að leggja mikið á lítinn mann undanfarið.
Kristinn er farinn að labba mikið meðfram og er farinn að ýta hlutum á undan sér gangandi. Hann babblar mikið og er rosalega forvitinn eins og stóra systir.....og mamman líka:).


Inga Bríet er alltaf jafn sniðug. Hún er í dansi í leikskólanum og þar er dansað við Abba! Uppáhaldslögin hennar eru núna Mamma mia, Þú komst við hjartað í mér og Jungledrumb...með Emiliönu Torrini:). Hún getur sungið með þeim öllum og vill alltaf dansa þegar þau heyrast í útvarpinu.


Að lokum. Inga sagði við mig um daginn:"Mér er illt í puttanum mamma"
Ég svaraði: "Af hverju"
Inga:"Af því að ég beit í hann"
Ég:"Af hverju gerðir þú það"
Inga:"Af því að mig langar í plástur!"

1 Comments:

  • At 2:00 PM , Anonymous Anonymous said...

    hehehe Inga er fyndnust :)

    esk

     

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home