Tveir montrassar

Tuesday, December 30, 2008

Smá af Kristni

Kristinn er farinn að segja "daaaahh" þegar eitthvað dettur, ja eða þegar hann kastar einhverju frá sér:). Hann er líka farinn að reyna að taka skref meðfram og þar af leiðandi er hann mikið að detta greyið:/. Hann er farinn að skríða eðlilega, þ.e. hættur að draga sig áfram á maganum. Allar þessar framfarir gerðust kannski fyrir tveimur vikum.

Það glittir í einhverjar tennur hjá honum. Hann er búinn að vera dálítið órólegur undanfarið og búinn að vera duglegur að naga það sem hendi er næst:).

Hann er laus við eyrnabólguna. Fékk 3x pensilín á stuttum tíma greyið. Vonandi blossar þetta ekki upp aftur!

Sunday, December 28, 2008

Sætust í heimi:)




Tuesday, December 23, 2008

Gleðileg jól og hafið það gott yfir hátíðirnar:)


Sunday, December 14, 2008

Inga á svör við ÖLLU

Við erum að sjálfsögðu búin að segja við Ingu Bríeti að óþekk börn fá kartöflu í skóinn. Þegar ég var að setja hana í rúmið í kvöld spurði ég hana hvort hún ætlaði ekki að vera dugleg að fara að sofa. Þá segir sú stutta:

"Jólasveinninn á ekki neinar kartöflur"

Saturday, December 13, 2008

Lasinn en glaður

Kristinn fékk aftur í eyrað í vikunni en er allur að koma til. Hann er líka að taka tennur þannig að það er mikið lagt á litla kút. En hann er alltaf jafn glaður og góður og lætur þetta lítið á sig fá:).

Jólasveinninn kom í Brautarland

Inga með fyrstu gjöfina frá Stekkjastaur. Var rosalega ánægð en sagði samt að hún fengi nammi á morgun....

Enn um Ingu Bríeti og ímyndunaraflið:)

Inga Bríet braut annað glerið úr sólgleraugunum sínum og þegar ég var í þann mund að fara að skamma hana fyrir það þá segir ungfrú ótrúleg: "nú er ég sjóræningi mamma"
Inga Bríet var ein að leira inni í eldhúsi. Allt í einu heyrum við hana blása og ákváðum að kíkja á hvað daman var að bauka. Þá var hún búin að búa til köku úr leirnum og troða litum í leirin sem áttu að vera afmæliskertin......


Friday, December 12, 2008

Inga lét skóinn út í glugga í gærkvöldi.....

....og græddi Hello Kitty límmiða og mandarínu:)

Ég hef ekki minna gaman að þessu en hún!:)

Saturday, December 06, 2008

Priceless

Inga Bríet á klósettinu að gera nr.2.

blúps......Inga lítur yfir öxlina og segir: "Þessi er lítill"....stuttu seinna bætist annar í hópinn og þá segir Inga: "Þarna kom mamma hans!"

Ég hélt ég yrði ekki eldri!

---------------

Inga Bríet var í fjölskylduboði til miðnættis í gær. Við þurftum að draga hana út, hún vildi sko ekki fara í miðju partýi. Þegar við erum að bakka út úr bílastæðinu segir sú stutta : "En það er fólk ennþá í veislunni"

Bölvað svindl að vera tæplega 3 ára og fá bara að vera til 12!

Friday, December 05, 2008

Fyrsta tönnin:)

Fyrsta tönnin komin í gegn hjá Kristni Tjörva. Hún er í neðri góm, sem er mjög gott þar sem hann er ennþá á brjósti:) hehe...

Pabbi hans fann tönnina í gærkvöldi:)

Thursday, December 04, 2008

Inga Inga Inga

Já hún Inga Bríet er engri lík, hér koma nokkrar góðar sögur af henni:

Þegar ég kom að ná í Ingu í leikskólann í gær þá var það fyrsta sem var sagt við mig : "Nú, þú ert ekki fótbrotin". Ég var auðvitað frekar hissa en heyrði svo að Inga hefði sagt frá því um morguninn. Konurnar voru búnar að vorkenna mér allan daginn og svo birtist ég þarna óbrotin- hehehe!
--------

Inga: " Mamma, ég var einu sinni ljón og þá kom ég í sjónvarpinu"
---------

Bjössi var að breiða sænginni yfir Ingu og sagði við hana að hann ætlaði að pakka henni inn. Þá sagði sú stutta: "Ætlarðu að gefa mig í afmælisgjöf?"

Það er af nógu af taka, en ég læt þetta duga í bili:).

Wednesday, December 03, 2008

Inga Bríet í hnotskurn


Lífið er tóm gleði!

Tvær góðar