Tveir montrassar

Thursday, December 04, 2008

Inga Inga Inga

Já hún Inga Bríet er engri lík, hér koma nokkrar góðar sögur af henni:

Þegar ég kom að ná í Ingu í leikskólann í gær þá var það fyrsta sem var sagt við mig : "Nú, þú ert ekki fótbrotin". Ég var auðvitað frekar hissa en heyrði svo að Inga hefði sagt frá því um morguninn. Konurnar voru búnar að vorkenna mér allan daginn og svo birtist ég þarna óbrotin- hehehe!
--------

Inga: " Mamma, ég var einu sinni ljón og þá kom ég í sjónvarpinu"
---------

Bjössi var að breiða sænginni yfir Ingu og sagði við hana að hann ætlaði að pakka henni inn. Þá sagði sú stutta: "Ætlarðu að gefa mig í afmælisgjöf?"

Það er af nógu af taka, en ég læt þetta duga í bili:).

2 Comments:

  • At 3:36 PM , Anonymous Anonymous said...

    Æji litla krúttið! Hún er engum lík! Algjört yndi! :D

    esk

     
  • At 2:08 PM , Anonymous Anonymous said...

    Hún er ótrúleg :D hehehehehe....
    -Maja-

     

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home