Tveir montrassar

Wednesday, November 26, 2008

Systkinin sætu

Kristinn er í fyrsta skipti lasinn. Ég fór með hann til læknis í gær og það kom í ljós að hann er kominn með í annað eyrað. Hann er búinn að vera stíflaður með slím í smá tíma. Læknirinn sagði að hann væri greinilega búinn að vera með þetta í eyranu í einhvern tíma og sagði að hann væri greinilega "algjör nagli" víst hann var ekkert farinn að kvarta fyrr. Svo horfði hann í augun á honum og sagði "Það á enginn meira skilið en þú að fá pensilín"....hehe
Hann er allur betri núna, greinilega fljótt að virka.

Allt gott að frétta af Ingu fjörkálfi. Hún og einn strákur á deildinni hennar eru einu börnin sem leggja sig ekkert á daginn. Í dag var svo mikið fjör í þeim að það var farið með þau í salinn svo "litlu börnin" (eins og Inga kallar þau - NB þau eru öll fædd 2005 og 2006 á deildinni) gætu sofið. Þeim fannst það auðvitað bara fjör að fá að hlaupa þar um á meðan. Þegar ég svo spurði Ingu af hverju þau hefðu farið í salinn þá sagði hún: "út af því að við vorum að trufla" - hehehe!

Inga Bríet er orðin svaka flink að teikna og gerir mikið af því bæði í leikskólanum og hér heima. Hún teiknar karla með augu, munn, hár, hendur og fætur. Er mikið í því að teikna sig og foreldra sína:). Teiknar líka sól voða fallega. Svo er hugmyndaflugið í þessu jafn mikið og í öðru; segist vera að teikna könguló, risaeðlu o.s.frv. Hún merkir svo alltaf myndirnar og segist vera að skrifa nafnið sitt, er alveg með skriftartaktana á hreinu!:)

3 Comments:

  • At 6:30 AM , Anonymous Anonymous said...

    Amma Sólveig og afi Kristinn senda elsku litlu fallegu krökkunum sínum ástarkveðjur og vona að Kristinn T. Björnsson verði fljótur að ná sér. Sjáumst um helgina, ef Guð lofar.
    ps. Kveðja einnig til foreldranna !

    kbjörn

     
  • At 9:34 AM , Blogger herborg said...

    Takk fyrir kveðjuna:)

     
  • At 12:48 PM , Blogger Ásta said...

    Hugmyndaflugið hjá barninu! Var að lesa síðstu færslur líka, er ekki nógu dugleg að kíkja hehe:D
    Það er greinilega mikið púður í henni!

     

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home